Hvar erum við

Hvar erum við

Smelltu á myndina til að sjá kort

Ferðaþjónustan í Fossnesi býður upp á gistingu í stóru íbúðarhúsi og tveimur 10 fm gestahúsum. Við húsin er heitur pottur.

Hægt er að kaupa veiðileyfi í Þverá, ánni sem liggur við bæinn og renna fyrir fisk þar.

Sauðakofinn býður upp á reykt sauðakjöt og nýtt lambakjöt.

Hér fyrir neðan eru myndbönd sem sýna vel umhverfi Fossness. 

Á hverju hausti hafa tvö fjársöfn, annars vegar fjársafn Austurleitar á Flóa- og Skeiðamannaafrétti og hins vegar fjársafn Gnúpverja næturdvöl í Fossnesi nóttina fyrir Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir fjársöfnin tvö og rekstri Gnúpverjasafnsins. 

Fallegir Fossar eru í Þverá, ánni sem rennur milli jarðanna Haga og Fossnes. Sneplafoss hér fyrir neðan er einn af þeim fossum. 

Sneplafoss í Þverá

Hnit á bænum N64 04 385 W020 06 634