Hvar erum við

Hvar erum við

Smelltu á myndina til að sjá kort

Svartagljúfur

Svartagljúfur

 

Góður jeppaslóði er inn Fossneshaga, alveg inn að Sneplafossi og frábært að ganga inn með Þveránni. Þar er hægt að skoða fallega fossa og flúðir sem í henni eru. Einnig eru glæsileg gljúfur við bæinn sem heita Bæjargljúfur og Stöðlagljúfur. Þá er Svartagljúfur einnig rétt fyrir innan bæinn.

Skógrækt hefur verið stunduð á jörðinni síðan árið 1993 og eru sum trén orðin 4-5 metra há. Þar fyrirfinnst lerki, birki, sitkagreni og fura.

Landgræðsla hefur verið stunduð á jörðinni síðan 1992, og hafa melar og rofabörð gróið vel upp, á þessum rúmlega 20 árum.