Á bænum er stundaður sauðfjárbúskapur. Um 200 ær ásamt hrútum og fylgdarliði. Ærnar ganga í heimahögum á sumrin en Fossnes er stór og góð fjallajörð sem hentar vel til sauðfjárræktar. Gott fjárhús.
Margir góðir verðlauna kynbótahrútar og ær hafa komið frá búinu. Féð er kjötmikið og fitulítið og gengur það í heimahögum og er svo smalað heim um mánaðarmótin sept.-okt.




