Hvar erum við

Hvar erum við

Smelltu á myndina til að sjá kort

ÞveráLandslagið breytist hratt þessa dagana, þvílíkir vatnavextir í Þjórsánni og hún lokar Þverána inni.Kolmórautt vatnið og illúðlegt.

Seinni rúningur á sauðfénu hefst nú um miðjan mars og ætlar Bjarni Arnar að rýja.

Hrossin hafa það gott á útiganginum, enda veðrið með eindæmum gott, engin tími hefur verið fyrir útreiðar, sökum æfinga á leikritinu Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarson en hún verður frumsýnd 16. mars í Árnesi.

Eitthvað er til enn af góðu sauðaketi frá Sauðakofanum en lambakjötið er búið.