Hvar erum við

Hvar erum við

Smelltu á myndina til að sjá kort

20-02-2014   Leiðindar þræsingur hefur verið nánast , allan febrúar mánuð og rólegt í búskapnum. Hrossunum gefið á útigangi og ánum inni. Bókanir ganga vel fyrir sumarið, t.d. verða Íslendingar  hér í nokkrar nætur og ríða út héðan, um víðan völl. Næsta sumar verður farið í hestaferð inn í Arnarfell hið mikla á Gnúpverjaafrétti , af því tilefni eru hér nokkrar vísur eftir Hrein Þorkels.

Frá Fossnesi flokkurinn töltir

og fákanna gleði er sönn.

fólkið í skinninu skröltir

að skjótast frá hverdagsins önn.

 

Agndofa augað sér víða

því útsýnið fer ekki dult.

Það er sólalaus brennivínsblíða

og brjóstið af hamingju fullt.

 

 

 

 

 

  • Vorið rétt að koma..!! 14. March 2013

    Það eru fyrstu merki vorsins hér í Fossnesi þegar álftin kemur fljúgandi upp með Þjórsánni,og það gerðist fyrir  2 dögum. Næst birtist þrösturinn, og hlýtur það , að fara að gerast..ekkert frost er í jörðu , og gat sú gamla skipt um hliðstaur niður á eyrum á Norlingafitinni, í febrúar….geri aðrir betur…!!

    Nú frumsýnum við Saumastofuna á laugadaginn kl 16.00 í Árnesi

    Continue reading →
  • Fréttir af okkur 26. February 2013

    ÞveráLandslagið breytist hratt þessa dagana, þvílíkir vatnavextir í Þjórsánni og hún lokar Þverána inni.Kolmórautt vatnið og illúðlegt.

    Seinni rúningur á sauðfénu hefst nú um miðjan mars og ætlar Bjarni Arnar að rýja.

    Hrossin hafa það gott á útiganginum, enda veðrið með eindæmum gott, engin tími hefur verið fyrir útreiðar, sökum æfinga á leikritinu Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarson en hún verður frumsýnd 16. mars í Árnesi.

    Eitthvað er til enn af góðu sauðaketi frá Sauðakofanum en lambakjötið er búið.

    Continue reading →